Svör við skriflegum fyrirspurnum

143. fundur
Miðvikudaginn 13. maí 1992, kl. 13:36:20 (6405)


     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) :
    Hæstv. forseti. Varðandi þessa fsp. um álagningu og ráðstöfun sérstaks eignarskattsauka vil ég segja það að svarið er tilbúið í ráðuneytinu og hefði nú átt að vera komið fram sem þingskjal. Mér þykir leitt að þetta hefur dregist. Upplýsingar í þessu máli lágu ekki allar fyrir í menntmrn. þurfti að leita til fjmrn., en það hefur orðið á þessu óþarfa dráttur. En svarið er sem sagt farið úr ráðuneytinu og hlýtur að koma fram sem þskj. í dag.