Afbrigði um dagskrármál

143. fundur
Miðvikudaginn 13. maí 1992, kl. 13:53:34 (6407)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Svo stendur á um 9. og 10. dagskrármál, frumvörp frá heilbr.- og trn., að þau eru of seint fram komin skv. 2. mgr. 36. gr. þingskapa, þ.e. þeim var útbýtt eftir 1. apríl. Til þess að þau megi koma til meðferðar þarf því samþykki meiri hluta þings. Ef enginn hreyfir andmælum mun forseti nú láta greiða atkvæði um það í einu lagi hvort frumvörpin megi koma til meðferðar, þ.e. bæði 9. og 10 dagskrármálið, frv. um Atvinnuleysistryggingasjóð, 528. mál, og frv. um Atvinnuleysistryggingar, 529. mál.