Afgreiðsla stjórnarfrumvarpa fyrir þinglok

143. fundur
Miðvikudaginn 13. maí 1992, kl. 13:57:44 (6410)


     Sigríður A. Þórðardóttir :
    Virðulegi forseti. Ég kem upp vegna orða hv. þm. Svavars Gestssonar vegna frv. til laga um fullorðinsfræðslu. Ég vil láta það koma fram að frv. kom seint fram í þinginu og rétt fyrir páska kom það til 1. umr. og var vísað til nefndar og síðan var það sent til umsagnar og umsagnarfrestur rann út um mánaðamótin síðustu. Ég reifaði þetta mál á fundi menntn. í gær og það er vilji til þess í nefndinni að taka málið til umfjöllunar á aukafundi, en það verður að sjálfsögðu að ráðast af þeirri umfjöllun hvort okkur tekst að afgreiða það úr nefnd.