Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) :
    Virðulegi forseti. Eins og forseti tók fram er það forsetans að ákveða dagskrána. Ég hef ekki haft neinn atbeina upp úr áramótum varðandi þessa skýrslu sérstaklega. Ég hygg að að hafi verið búið að tala um hana í 30 eða 40 klukkutíma og hv. 2. þm. Vestf. var í miðri ræðu sinni. Að því er hann sagði sjálfur hafði hann talað í tvo tíma þegar því máli var frestað og það var ekki fyrsta ræða hans í málinu hygg ég. Það væri nú synd að segja að ekki hefði farið hér fram mjög löng og ítarleg umræða sem er sú lengsta og ítarlegasta umræða um byggðamál sem farið hefur fram í þinginu. Ég yrði ekki undrandi á því.