Lánasjóður íslenskra námsmanna

143. fundur
Miðvikudaginn 13. maí 1992, kl. 20:06:23 (6447)


     Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Menntmrh. las í ræðu sinni áðan upp þá fimm liði sem eru í nál. Elsu B. Valsdóttur eins og þarna hefði verið um kröfugerð af hennar hálfu að ræða. Hún talar um að herða endurgreiðslur. Við erum að gera það, segir hann. Hún talar um að láta endurgreiðslur hefjast tveimur árum eftir námslok í stað þriggja. Við erum að gera það. Fella niður lífeyrissjóðsgreiðslur. Við erum að gera það. Alveg eins og ráðherra væri með frv. sínu að mæta einhverri kröfugerð af hálfu Elsu B. Valsdóttur og annarra námsmanna. Þetta er bara ekki rétt, virðulegur ráðherra.