Eftirlit með opinberum fjársöfnunum

144. fundur
Fimmtudaginn 14. maí 1992, kl. 11:44:37 (6483)


     Fyrirspyrjandi (Finnur Ingólfsson) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. dómsmrh. skýrt og greinargott svar. Af því mátti hins vegar ráða að ekki hefur verið fullnægt 7. gr. laga nr. 5/1977. Reyndar liggja ekki fyrir nógu fullkomnar upplýsingar, þær eru takmarkaðar, en af þeim takmörkuðu upplýsingum sem liggja fyrir er ljóst að ákvæðum 7. gr. hefur ekki verið fullnægt.
    Af því bréfi sem hæstv. dómsmrh. las úr og sent hefur verið til lögreglustjóra, þá met ég það a.m.k. svo að það sé verið að reyna að ganga eftir því af hálfu ráðuneytisins að 7. gr. sé fullnægt.
    En ég vil spyrja hæstv. dómsmrh.: Telur hann ekki nauðsynlegt að styrkja lagasetningu á þessu sviði til að tryggja að almenningur sem gefur fé í opinberar fjársafnanir geti treyst því enn betur að það renni til þess málefnis er upphaflega var til stofnað?