Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness

144. fundur
Fimmtudaginn 14. maí 1992, kl. 12:08:00 (6496)



     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) :
    Virðulegi forseti. Ég tel að þau ummæli sem hv. þm. lét í ljós séu almennt réttlát aðvörunarorð. Ég vil þó vekja athygli á því að þetta sérstaka forlag hefur verið í mjög nánum tengslum við Halldór Laxness alla tíð og reyndar var það svo meðan þetta forlag var og nánast sameinaðist í einni persónu, Ragnars Jónssonar, að þá var þetta eins konar allsherjarstuðningsaðili við bókmenntir í landinu, ekki bundið við forlagið sjálft, hefur þess vegna ríka og merka sögu. Ég tel að fyrst þetta er gert í samvinnu við þetta forlag og ættingja skáldsins og skáldið sjálft sé þetta mjög réttlætanlegt þó að hin almennu orð eigi við sem þingmaðurinn gat um.