Lánasjóður íslenskra námsmanna

145. fundur
Fimmtudaginn 14. maí 1992, kl. 21:31:53 (6601)


     Valgerður Sverrisdóttir (um þingsköp) :
    Hæstv. forseti. Ég tel að það hafi eitt komið fram hjá hæstv. menntmrn. sem var ekki alveg rétt og þess vegna kem ég upp til að leiðrétta það. Ég kannast ekki við samkomulag um að málinu yrði frestað og tekið svo upp síðar. Samkomulagið gekk út á það að umræða tæki tvo tíma og það lá fyrir að tveir hv. þm. höfðu fyrirvara um að það gæti gengið. Síðan hlýtur það að vera í valdi forseta hvað hann gerir eftir þessa tvo tíma. Ef þessir tveir hv. þm. eiga ekki mjög langt mál eftir væri náttúrlega æskilegast að slíta umræðuna ekki í sundur. Ég veit ekki hvað þeir ætla að tala lengi, en ég vildi að það kæmi fram að það er ekki alveg rétt hjá hæstv. menntmrh. að það hafi verið samið um það að slíta hana í sundur. Það var samið um tvo tíma og það var vitað að tveir hv. þm. höfðu fyrirvara um að það gæti gengið að henni lyki á þessum tveimur tímum.