Skipaútgerð ríkisins

145. fundur
Föstudaginn 15. maí 1992, kl. 01:10:30 (6631)


     Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (um þingsköp) :
    Virðulegi forseti. Ég tek undir þær athugasemdir sem hér hafa komið fram um að það er orðið allnokkuð seint að fara að byrja á málum. Ég vil líka benda á að þó að ég mæli fyrir brtt. vantar nokkra af þeim sem ég veit að hefðu viljað taka til máls um þessar brtt. Ég mælist til þess að ef svo fer að forseti ákveður að þetta mál skuli tekið fyrir þá verði því síðan frestað þannig að fleirum gefist tækifæri til að ræða það.