Skipaútgerð ríkisins

145. fundur
Föstudaginn 15. maí 1992, kl. 01:11:00 (6632)


     Guðni Ágústsson (um þingsköp) :
    Hæstv. forseti. Það er ekki laust við að mér sé bara skemmt á þessari nóttu. Ég hef aldrei séð á þeim fimm árum sem ég hef verið hér jafnmikinn hroka og fyrirlitningu af hinum háa stól forseta þingsins. Mér er skapi nær að gera kröfur um að aðalforseti þingsins verði kallaður til starfa. Hæstv. forseti Salome Þorkelsdóttir hefur þó jafnan sagt það og staðið við það að hún væri forseti alls þingheims. En hér sjáum við að sá forseti sem nú gegnir störfum sýnir það með fyrirlitningu að hann virðir þingmenn ekki svars. Þetta er slíkt sáttarof að það er ekki hægt að una við það. Hér eru menn að ræða stórmál sem snerta þjóðina, snerta heilu málaflokkana og menn hljóta að eiga rétt á svörum, bæði um það hvort eigi að ræða þetta mál út og taka fleiri fyrir og hvort það sé þá möguleiki að fá til umræðunnar þá ráðherra sem bera ábyrgð á málaflokkunum. Ég sætti mig ekki við að forseti, sem þó vissulega hefur kannski nauðgað sér inn í forsætisnefndina með hörku hér á haustdögum, komi fram við þingið með þessum hætti. Við verðum að fá skýr svör um framhaldið.