Lánasjóður íslenskra námsmanna

146. fundur
Föstudaginn 15. maí 1992, kl. 14:45:12 (6648)


     Hjörleifur Guttormsson :
    Virðulegi forseti. Eins og frv. um Lánasjóð ísl. námsmanna lítur út að lokinni 2. umr., 16. gr. þess, þá jafngildir það því að fjölmennum hagsmunasamtökum námsmanna í Bandalagi ísl. sérskólanema og Sambandi ísl. námsmanna erlendis verði gert ókleift að gæta hagsmuna sinna, verði svipt tekjugrundvelli sínum. Hér er vegið að þessum hreyfingum námsmanna og þeim mismunað þar að auki því að samkvæmt reglugerðum Háskóla Íslands, samkvæmt lögum um þann skóla greiða nemendur þar gjöld til Stúdentaráðs. Í Bandalagi ísl. sérskólanema eru um 3.500 nemendur og enn fleiri munu vera í SÍNE, Samtökum ísl. námsmanna erlendis. Við teljum það óhæfu að ætla að svipta þessi fjölmennu samtök tekjugrundvelli sínum og freistum þess því enn við 3. umr. málsins að fá fram breytingu og því er þessi brtt. flutt. Ég styð hana og segi já.