Afkoma landbúnaðarins

146. fundur
Föstudaginn 15. maí 1992, kl. 16:30:52 (6691)


     Egill Jónsson (um þingsköp) :
    Herra forseti. Auðvitað er ástæðan sú fyrir því að hér varð ekki lengri umræða að langt er nú liðið þings. Mér finnst vert að ég geri fulla grein fyrir því að í umræðum milli mín og aðalforseta þingsins voru ekki neinir erfiðleikar með að komast að samkomulagi með tímalengd þessarar umræðu. Ég hafði hins vegar fyrir alllöngu haft orð á því að ég vildi komast að með að ræða þetta mál, en af því hefur ekki getað orðið fyrri en núna.
    Það er eftirtektarvert líka og ekki síst með tilliti til þess áhuga sem kom fram í umræðunni að það skyldi enginn annar alþingismaður finna hvöt hjá sér til að óska eftir þessari umræðu, t.d. stjórnarandstæðingar sem voru með ansi stríðar yfirlýsingar um aðgerðir núv. ríkisstjórnar í þessum málum, en höfðu ekki döngun í sér til að biðja um utandagskrárumræðu, hvorki langa né stutta.
    En mér fannst ástæða til þess að ég gerði grein fyrir samskiptum mínum við forsetann sem fóru fram í miklum friði. Ég hlýt líka að þakka fyrir þátttökuna í þessari umræðu og margar og góðar og málefnalegar umræður. Ég er sannfærður um að þessum tíma hefur verið vel varið og að hann á eftir að skila

árangri fyrir bændur landsins.