Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun

147. fundur
Laugardaginn 16. maí 1992, kl. 00:07:43 (6733)


     Forseti (Björn Bjarnason) :
    Forseta er ljúft að svara því. Forseti stefnir að því að ljúka þessari umræðu. Það hafa verið kröfur hér alveg síðan í nóvember að þessari umræðu yrði lokið og hann mun ekki ljúka fundi fyrr en henni er lokið. Það er alveg ljóst. Einnig var rætt um það á fundi með þingflokksformönnum að það væri mjög æskilegt að ljúka einnig umræðu um 7. dagskrármálið, Skipaútgerð ríkisins, og forseti mun freista þess og vill biðja menn um að íhuga það meðan við ljúkum þessari umræðu um byggðamálin hvort þeir geti fallist á þau tilmæli að umræðu um Skipaútgerð ríkisins verði lokið.