Skýrsla forsætisráðherra um Byggðastofnun

147. fundur
Laugardaginn 16. maí 1992, kl. 01:30:27 (6748)

     Ólafur Ragnar Grímsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Þetta er greinilega eitthvað viðkvæmt og merkileg kenning sem hæstv. forsrh. setti hér fram, að sá maður eigi kannski einna mestan hlut í óvinsældum ríkisstjórna sem óvinsælastur er innan hennar. Þetta er athyglisverð kenning í stjórnmálafræðilegu tilliti. Samkvæmt henni er höfundur kenningarinnar, sem hér talaði áðan, meginorsök óvinsældar þeirrar ríkisstjórnar sem hann veitir forsæti.