Brunavarnir og brunamál

148. fundur
Laugardaginn 16. maí 1992, kl. 14:19:00 (6797)


     Kristinn H. Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Þessi tillaga lýtur að því að fela hæstv. félmrh. að ákveða að heimili og varnarþing Brunamálastofnunar skuli vera utan höfuðborgarsvæðisins eða með öðrum orðum hún lýtur að því að flytja ríkisstofnun út á land. Á bls. 14 í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem ber nafnið ,,Velferð á varanlegum grunni`` er sú stefna sett fram að ríkisstjórnin muni stuðla að því að flytja ríkisstofnanir út á land. Ég vil með ánægju veita ríkisstjórninni það tækifæri að verða við þessari stefnu sinni og því flyt ég þessa tillögu. Ég skora á hv. þingheim að sýna í verki hug sinn til þeirrar stefnu sem margir hafa talað um

lengi en litlar efndir orðið á. Ég segi já við þessari tillögu.