Tilhögun þinghalds

148. fundur
Laugardaginn 16. maí 1992, kl. 17:27:00 (6841)

     Matthías Bjarnason :
    Herra forseti. Hv. 1. þm. Austurl. kvartaði undan því að hann hefði verið boðaður á fund sjútvn. kl. 11 í fyrramálið og litlu síðar hafi fundinum verið frestað til kl. 13. Það er sunnudagur á morgun og ég held að það hafi ekki verið talað um að halda neina þingfundi þá. Breytingin er komin til vegna beiðni frá þingmanni í nefndinni sem gat ekki komið kl. 11. Það var rétt búið að dreifa þessu þegar hann kom og bað um þessa breytingu. Það var reynt að hliðra til um tvo tíma. Ég held að það hafi ekki gefið ástæðu til að fara í ræðustól til að kvarta undan því sem var leiðrétt nokkrum mínútum seinna.