Tilhögun þinghalds

148. fundur
Laugardaginn 16. maí 1992, kl. 17:33:08 (6844)

     Forseti (Sturla Böðvarsson) :
    Forseti verður að viðurkenna það að hann er vanur löngum vinnutíma svo að sá vinnutími, sem hér hefur tíðkast að undanförnu, kemur honum ekki á óvart í sjálfu sér. En

auðvitað er mikið álag á þingmönnum og síðustu daga þingsins kemur mikið fram af brtt. við frumvörp. Forseti verður að lýsa því að það eru fyrst og fremst merki þess að hans mati að vel er unnið að hér skuli koma fram vel undirbúnar brtt. frá nefndum þingsins við þau mikilvægu frv. sem hér eru til meðferðar og afgreiðslu.