Málefni fatlaðra

149. fundur
Mánudaginn 18. maí 1992, kl. 13:46:53 (6870)


     Kristinn H. Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Þessi tillaga gengur út á það að fella út úr frv. 6. tölul. sem heitir ,,Göngudeild fullorðinna``. Réttnefni á þessu er í raun og veru Starfsþjálfunar- eða starfsprófunardeild sem er afar nauðsynleg forsenda fyrir því að kaflinn um atvinnuleit og atvinnuráðgjöf síðar í frv. hafi eitthvert marktækt gildi. Ég leggst eindregið gegn því að þessi kafli verði felldur út og minni hv. þingheim á að röksemdin fyrir því að kaflinn er felldur út samkvæmt umsögn meiri hluta nefndarinnar er sá að þessi liður kosti peninga. Meiri hluti nefndarinnar leggur til að þessi réttindabót verði felld út vegna þess að hún kostar

peninga. Ég segi nei.