Málefni fatlaðra

149. fundur
Mánudaginn 18. maí 1992, kl. 14:21:59 (6878)


     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Í þessari grein er gert ráð fyrir því að félmrh. verði heimilt að innheimta skatta af fötluðu fólki sem þjónustu nýtur samkvæmt ákveðnum þáttum þessa frv. Hér er um að ræða mjög alvarlega tillögu af hálfu hæstv. félmrh. og ekki í anda þeirrar jafnaðarstefnu eða sanngjörnu leikreglna sem hún hefur fyrr boðað. Ég segi nei, forseti.