Málefni fatlaðra

149. fundur
Mánudaginn 18. maí 1992, kl. 14:35:29 (6881)

     Kristinn H. Gunnarsson :
    Virðulegi forseti. Gildistaka laganna fyrir áramót hefur enga þýðingu aðra en blekkja fatlaða, gefa þeim fyrirheit um einhver úrræði sem þeir hafa ekki í dag og sem menn hafa enga peninga til að standa við.
    Það er líka óþolandi í atkvæðagreiðslu um þessi mál að þegar tillögur stjórnarandstæðinga eru samþykktar er atkvæðagreiðsla marklaus og endurtekin. Eina atkvæðagreiðslan sem virðist vera hægt að taka mark á á hinu háa Alþingi eftir þessa uppákomu er nafnakall. Ég segi já við þessari tillögu.