Lífeyrisréttindi hjóna

149. fundur
Mánudaginn 18. maí 1992, kl. 18:08:10 (6919)

     Frsm. heilbr.- og trn. (Sigbjörn Gunnarsson) :
    Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir áliti heilbr.- og trn. um frv. til laga um lífeyrisréttindi hjóna. Nefndin hefur fjallað um frv. Þar er lagt til að lífeyrisréttindi, sem hjón hafa áunnið sér í hjúskap, teljist hjúskapareign þeirra. Þannig verði litið á lífeyrisréttindi sem sameign hjóna. Nefndin er þeirrar skoðunar að mál þetta sé mikilvægt en það er vandasamt og þurfi nánari skoðunar við, t.d. hvort eðlilegt sé að kveðið sé á um þetta í hjúskaparlögum. Í ljósi þess er lagt til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Undir álit heilbr.- og trn. rita Sigbjörn Gunnarsson, Guðmundur Hallvarðsson, Svavar Gestsson, Sigríður A. Þórðardóttir, Lára Margrét Ragnarsdóttir, Ingibjörg Pálmadóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Finnur Ingólfsson og Björn Bjarnason.