Verðjöfnunarsjóður sjávarútvegsins

150. fundur
Mánudaginn 18. maí 1992, kl. 19:40:40 (6939)

     Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar) :
    Frú forseti. Eins og fram kemur í 3. gr. frv. eru þar listaðir upp skuldaflokkar sem ætlað er að mæta með þessum greiðslum. Þar er m.a. tiltekinn ákveðinn hópur skulda sem stofnast vegna reksturs fiskvinnslufyrirtækja og útgerðarfyrirtækja en eru ekki veðskuldir eða skuldir við ríkissjóð og sveitarfélög. Ég geri ráð fyrir því að kröfur lífeyrissjóða falli með mjög skýrum hætti undir þennan tölul. í 3. gr. frv.