Skýrsla um málefni og hag aldraðra

150. fundur
Mánudaginn 18. maí 1992, kl. 21:19:41 (6943)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti vill benda á að hæstv. umhvrh., sem er staðgengill hæstv. heilbrrh., er tilbúinn að mæla fyrir þessari skýrslu, enda er hún á dagskrá og verður væntanlega hægt að taka hana til umræðu áður en þessum fundi lýkur. Forseti vill ítreka að það er ekki þar með sagt að númerin á dagskránni ráði hvenær málin eru tekin fyrir. Það hefur verið samkomulag við 1. flm. að beiðni um þessa skýrslu að hún verði tekin fyrir í dag þar sem ekki tókst að taka hana til umræðu fyrir helgi, eins og til stóð, af sérstökum ástæðum þannig að væntanlega á þessi skýrsla eftir að koma til umræðu síðar á þessum fundi.