Skýrsla um málefni og hag aldraðra

150. fundur
Mánudaginn 18. maí 1992, kl. 21:27:10 (6948)

     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Það var út af fyrir sig mjög ánægjulegt svar sem hæstv. forseti gaf þegar það var yfirlýst að friður væri betri en ófriður því að það verður ekki skilið á annan veg en þá felist í svarinu að það sé mismunur á ófriði og friði gagnvart afstöðunni. Leiði ófriðurinn til þess að skýrslan verði ekki tekin á dagskrá þá hlýtur friðurinn að leiða til þess að skýrslan verði tekin á dagskrá. Annars er ekki um neinn mismun að ræða. Ég vil því túlka þetta sem jákvætt svar og mun ekki hafa uppi frekar umræður að sinni.