Kolbeinsey

150. fundur
Mánudaginn 18. maí 1992, kl. 21:43:38 (6952)

     Ólafur Þ. Þórðarson :
    Herra forseti. Ekki verður um það deilt að Kolbeinsey er mikilvægur grunnlínupunktur. Þess vegna samþykkti Alþingi fyrir nokkrum árum þáltill. Fyrsti flm. hennar var hv. þm. Stefán Guðmundsson. Sá sem átti að hafa höfuðábyrgð á því að hún yrði framkvæmd að fullu er aftur á móti hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon. Mér finnst það dálítið út í hött svo ekki sé meira sagt ef ráðherrar svíkjast um að framkvæma það sem þeim er ætlað af Alþingi Íslendinga, verða svo aftur óbreyttir þingmenn og taka sig þá til og flytja þáltill. eins og til að minna næsta ráðherra á hvaða verkefni sé enn ógert á þessu sviði. Í trausti þess að núv. samgrh. taki þetta alvarlega segi ég já.