Skiptaverðmæti og greiðslumiðlun

150. fundur
Þriðjudaginn 19. maí 1992, kl. 00:36:30 (6984)

     Halldór Ásgrímsson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég vil aðeins ítreka að það er niðurstaða sjútvn. eða flestra nefndarmanna í sjútvn. sem eru flm. að þessu frv. að það beri að viðurkenna rétt Vélstjórafélags Íslands í þessu máli með sama hætti og annarra félaga. Með þessu frv. er verið að viðurkenna þennan rétt, svo einfalt er það. Ef hv. þm. eru andvígir því að viðurkenna þennan rétt þá er það afstaða út af fyrir sig. En við erum þeirrar skoðunar að það beri að viðurkenna þennan rétt með afgerandi hætti og það verði ekki gert nema með breytingu á lögum. Og þess vegna leggjum við það til að þetta mál verði afgreitt á þessu þingi.