Skiptaverðmæti og greiðslumiðlun

150. fundur
Þriðjudaginn 19. maí 1992, kl. 01:02:48 (6996)

     Steingrímur J. Sigfússon (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Það þarf ekki merkileg svör. Málflutningur beggja andsvarenda dæmir sig sjálfur. Það sem hér er um að ræða er það að Alþingi leggi grunn að lausn þessarar deilu með því að afnema lagaleg forréttindi annars aðilans þannig að þeir geti á jafnréttisgrundvelli mætt til samningaviðræðna. En úr því að þessi sjónarmið eru hér af hálfu ákveðinna þingmanna Sjálfstfl. treysti ég ekki þeim aðstæðum í málinu. Ég legg þess vegna eindregið til að við ljúkum þessum umræðum og samþykkjum frv. Ég er í litlum vafa um að það verður gert með öllum greiddum atkvæðum, kannski gegn tveimur.