Flugmálaáætlun 1992--1995

150. fundur
Þriðjudaginn 19. maí 1992, kl. 03:24:21 (7018)

     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég þakka hv. formanni samgn. fyrir svörin. Þau sögðu í sjálfu sér ekki mikið meira en stendur á blöðunum. En af fátækt svaranna dreg ég þá ályktun að það sem er á bls. 2 undir köflunum 2.7 og 2.9 sé lagt saman á bls. 5 undir liðnum 4.25 þar sem sameiginlegi liðurinn heitir sama nafni og 2. liður á bls. 2 svo að Til leiðréttinga og brýnna verkefna dettur út.
    Ég skil þetta þannig að upphæðin eigi ekki að fara í verkefni við áætlunarflugvelli eins og skipt er árunum 1992 og 1993. Þetta séu einhver önnur verkefni en munu síðan skiptast upp.
    Maður sér það ef maður skoðar tölur á bls. 2 að þá erum við með 1.414 millj. kr. í útgjöld. Af því eru greindar niður á liði 2.5--2.9 um 400 millj. en hitt er óuppsett. Það er væntanlega það sem fer á áætlunarflugvellina og þetta eru þá einhver önnur verkefni.