Ábyrgðasjóður launa vegna gjaldþrota

152. fundur
Þriðjudaginn 19. maí 1992, kl. 19:23:33 (7118)

     Félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Auðvitað er þetta fráleitt sem fram kemur í málflutningi síðasta ræðumanns og fyrir neðan virðingu hans að halda því fram að ég hafi ekki ætlað að efna loforð í tengslum við kjarasamningana eða ríkisstjórnin hafi ekki ætlað að efna þau. Reglugerð sem var tilbúin með þeim efnisatriðum sem verkalýðshreyfingin hafði lagt áherslu á lá fyrir og hún hafði verið send aðilum vinnumarkaðarins til umfjöllunar. Aðilar vinnumarkaðarins lögðu engu að síður áherslu á að þetta kæmi inn í þingið og yrði lögfest þótt ekki yrðu bornar brigður á það að þetta rúmaðist innan reglugerðar.