Fundarhlé

153. fundur
Þriðjudaginn 19. maí 1992, kl. 20:23:31 (7136)

     Geir H. Haarde :
    Virðulegi forseti. Það er rétt að vissulega hefur margt farið öðruvísi en ætlað var í þingstörfunum í dag. Við ræddum nokkuð saman, hv. þm. Páll Pétursson og ég, seinni partinn og það er eitthvað málum blandið að gert hafi verið samkomulag um kvöldmatarhlé, a.m.k. var það ekki gert í mín eyru. Hins vegar tel ég að það sé fullkomlega eðlileg ábending hjá hv. þm. að menn taki sér hlé. Það er rétt sem fram hefur komið, bæði hjá honum og manna á meðal, að það er lítil mæting í húsinu sem stendur og það má vel vera að einhverjir þingmenn hafi ekki vitað að atkvæðagreiðslur stæðu fyrir dyrum. Ég tel að það sé eðlilegt að gera hlé t.d. til kl. hálftíu og boða síðan atkvæðagreiðslu með hringingu svo allir eigi þess kost að vera hér eins og eðlilegt er að sjálfsögðu.