Vegáætlun 1991--1994

153. fundur
Miðvikudaginn 20. maí 1992, kl. 01:00:10 (7164)


     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Mér fannst hv. 1. þm. Norðurl. e. fara nokkuð vel yfir þetta mál með rökföstum hætti eins og hans er vandi. Ég vil taka undir það sem fram kom hjá honum að líklega er niðurstaða málsins sú að viðtakandi fjmrh. hefði átt að senda málið áfram.
    Ég vil vekja athygli á því að þetta mál hefur ekki bara verið notað sem upplýsingamál í þjóðfélaginu heldur sem pólitísk spjótalög á hv. þm. Ólaf Ragnar Grímsson. Yfirlýsing hæstv. forsrh. var mjög afdráttarlaus. Hann taldi að þingmaðurinn hefði sem ráðherra gætt hagsmuna ríkissjóðs vel og að hann hefði fengið lögfræðilegt álit um það að hann hefði verið innan fjárlagaheimildar.
    Mér þykir þessi yfirlýsing afar merkileg og mér þykir hæstv. forsrh. bregðast við af drengskap í þessu máli, ekki síst í ljósi þess hvaðan spjótalögin komu sem hafa staðið á hv. 8. þm. Reykn. í þessu máli.