Jarðgöng milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar

153. fundur
Miðvikudaginn 20. maí 1992, kl. 01:18:49 (7169)

     Frsm. samgn. (Árni M. Mathiesen) :
    Herra forseti. Nefndin hefur fjallað um tillöguna og fékk um hana ítarlega umsögn frá Vegagerð ríkisins. Nefnd um hugsanlega jarðgangagerð á Austurlandi er að störfum og mun væntanlega skila tillögum sínum á þessu ári. Sú nefnd fjallar um öll hugsanleg jarðgöng á Austurlandi og á að gera arðsemisathuganir um þau. Nefndin leggur því til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar.
    Að nefndarálitinu standa allir nefndarmenn, Árni M. Mathiesen, Sigbjörn Gunnarsson, Jóhann Ársælsson, Stefán Guðmundsson, Árni Johnsen, Guðni Ágústsson, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Sturla Böðvarsson og Sigríður Anna Þórðardóttir í fjarveru Pálma Jónssonar.