Kosning í menntamálaráð

154. fundur
Miðvikudaginn 20. maí 1992, kl. 02:41:27 (7188)

     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Það liggur fyrir að varamaðurinn er tilbúinn til að gegna störfum þarna áfram. Það liggur fyrir að varamaðurinn hefur skoðanir sem eru ekki forustu Alþfl. þóknanlegar. Með öðrum orðum á að banna varamanninum að vera þarna af skoðanaástæðum. Það er verið að banna skoðanafrelsi í Alþfl. hjá þeim sem eru á vegum hans í ráðum og nefndum. Það er aðalatriðið. Og það er óvenjulegt að aðalmaður hafi verið kosinn í stað varamanns af því að varamaðurinn hafði vitlausar skoðanir að mati flokksforustunnar. Ég fullyrði að rökin á bak við þetta mál eru einsdæmi við kosningu á manni í trúnaðarstöðu á hv. Alþingi.