Fullorðinsfræðsla

154. fundur
Miðvikudaginn 20. maí 1992, kl. 03:23:34 (7195)

     Svavar Gestsson :
    Virðulegi forseti. Ég tel að það sé mjög ánægjulegt að hv. Alþingi afgreiði þetta frv. um fullorðinsfræðslu og það verði að lögum. Ástæðan er ekki síst sú að þingið hefur áður afgreitt frv. til laga um starfsmenntun í atvinnulífinu og ég tel að það sé mikilvægt til að tryggja jafnvægi í þessum málum að því er varðar fullorðinsfræðslu, hvort sem það er utan eða innan skóla, að bæði þessi frv. verði að lögum á þessu þingi.
    Ég tel ástæðu til þess að fagna því að meiri hlutinn féllst á það að lokum að þetta mál verður afgreitt væntanlega á þessu þingi.