Verðlag, samkeppnishömlur og óréttmætir viðskiptahættir

6. fundur
Mánudaginn 14. október 1991, kl. 14:31:00 (164)

     Kristín Ástgeirsdóttir :
     Herra forseti. Það er óþarfi að hafa mörg orð um þetta frv. Hér er á ferðinni merkilegt og gott mál. Ég fagna því að þetta frv. skuli komið fram. Alveg sérstaklega finnst mér það mjög til bóta hve hér er horft á auglýsingamál út frá sjónarhóli barna og vernd barna og unglinga. Við vitum að auglýsingar eru sterkur miðill og áhrifamikill og þeim er ekki síst beint til barna sem eru jú neytendur framtíðarinnar. Ég ítreka það að ég lýsi hér með yfir stuðningi við þetta mál og mun að sjálfsögðu kanna það betur þegar það kemur til nefndar.