Málefni St. Jósefsspítala í Hafnarfirði

7. fundur
Þriðjudaginn 15. október 1991, kl. 14:17:00 (184)

     Svavar Gestsson (um þingsköp) :
     Virðulegi forseti. Skv. 2. mgr. 56. gr. hinna nýju þingskapalaga er þingmönnum heimilt að kveðja sér hljóðs til andsvara hvenær sem er og bera af sér sakir en þarf þó ekki að vera tilefni að menn þurfi að bera af sér sakir lengur heldur geta menn einungis beðið um orðið til andsvara. Þess vegna hefur auðvitað hv. 17. þm. Reykv. alla möguleika á því að kveðja sér hljóðs skv. 2. mgr. 56. gr. þingskapalaga til andsvara. Og ég bendi svo virðulegum forseta á að síðan er öðrum þingmönnum heimilt að taka þátt í þeirri andsvaraumræðu í allt að 15 mín., 2 mín. á hvern þingmann. Það er ekkert sem útilokar þetta í umræðum utan dagskrár eins og þeim sem nú fara fram.