Málefni St. Jósefsspítala í Hafnarfirði

7. fundur
Þriðjudaginn 15. október 1991, kl. 14:20:00 (187)

     Ólafur Þ. Þórðarson (um þingsköp) :
     Herra forseti. Þetta er sú gagnmerkasta ræða sem ég hef hlýtt á um heilbrigðismál. ( Gripið fram í: Já.) Og í fyrsta skipti sem skólagjöld hafa verið stór þáttur af slíkri umræðu. Hins vegar hefur hún upplýst merkilegan hlut. Hún hefur upplýst það að fjárlögin eru í reynd ósamþykkt af Alþfl. Ósamþykkt af Alþfl. Þau eru hugmyndasamsafn merkra manna að vísu og sérfræðinga og álitsgerðir en þau eru ósamþykkt af Alþfl. Og þetta leiðir það líka fram að þeir hafa trúlega fyrirvara við fleiri greinar svo við getum átt von á mjög merkri atkvæðagreiðslu um fjárlögin þegar þar að kemur. ( ÓRG: Ég bað um orðið um andsvar.)