Fæðingarorlof

7. fundur
Þriðjudaginn 15. október 1991, kl. 15:53:00 (207)

     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) :
     Herra forseti. Hv. heilbr.- og trn. Alþingis mun að sjálfsögðu fá málið til meðferðar þegar heilbrrh. hefur formað sínar tillögur og flutt þær fyrir Alþingi. Það er hinn eðlilegi háttur málsins og auðvitað höfum við þann eðlilega hátt á í lýðræðislegu þjóðþingi. Það tíðkast ekki að menn sendi tillögur inn til Alþingis sem þeir styðja ekki sjálfir. Það held ég að hv. þm. Svavar Gestsson hljóti að gera sér ljóst. Það voru ekki hans vinnubrögð í heilbr.- og trn. né í öðrum ráðuneytum sem hann hefur setið í að senda inn til Alþingis tillögur sem hann ekki studdi sjálfur.
    Þeir sem eru að vinna að athugun þessara mála eru að sjálfsögðu starfsmenn míns ráðuneytis og ég sjálfur. Við erum einnig að skoða þar mál sem hafa verið lögð inn til ráðuneytisins og vísað til ríkisstjórnarinnar eins og frv. sem hv. 6. þm. Reykv. flutti á Alþingi í fyrra og var vísað til ríkisstjórnarinnar. Það er að sjálfsögðu í skoðun í þessari yfirferð einnig. Ef hv. þm. Svavar Gestsson vildi láta svo lítið að setja hugmyndir sínar um breytingar á blað og senda það til heilbr.- og trn. þá væri sjálfsagt að skoða þær líka. Það

verður auðvitað að ráðast hvort hann treystir núv. ráðherra og starfsmönnum hans til þess að líta á sínar hugmyndir.