Fæðingarorlof

7. fundur
Þriðjudaginn 15. október 1991, kl. 15:58:00 (209)


     Sólveig Pétursdóttir :
     Virðulegi forseti. Til þess að fyrirbyggja allan misskilning, þá átti ég ekki við uppsögnina sjálfa í mínu máli hér áðan, heldur tilfærsluna eins og segir í 1. gr. frv.: ,,Einnig er óheimilt að segja foreldri í fæðingarorlofi upp starfi eða flytja það til í því að orlofinu loknu . . . `` Það sem ég var að velta fyrir mér var: Hvað á þetta tímabil að ná langt? Er það á fyrsta degi eftir að orlofi lýkur sem má ekki flytja foreldri til í starfi eða er það eftir einhver ár?
    Að sjálfsögðu vil ég einnig að það komi fram að ég fagna því að hv. þm. ræði hér um reglur og lög um fæðingarorlof. Ég tel það mjög jákvætt. En ég ítreka það að þetta mál verður skoðað nánar í hv. heilbr.- og trn. þingsins.