Evrópska efnahagssvæðið (EES)

8. fundur
Miðvikudaginn 16. október 1991, kl. 16:51:00 (222)

     Kristín Einarsdóttir (andsvar) :
     Virðulegur forseti. Það er auðvitað margt sem mætti taka upp í ræðu síðasta ræðumanns, hv. umhvrh., en það er aðallega eitt sem mig langar til að nefna hér og það er að Norðmenn telja að þeir séu að afsala sér hluta af sínu fullveldi og þess vegna þurfa þeir að samþykkja í Stórþinginu með þrem fjórðu hluta atkvæða þann samning ef af verður um Evrópskt efnahagssvæði. Það er þeirra skoðun að þeir séu að gera það og það er líka mín skoðun að í þessum samningi felist afsal á fullveldi.
    Það er alveg rétt að það er erfiðara að komast inn í háskóla í Evrópu, það er staðreynd, en samningur um Evrópskt efnahagssvæði breytir engu þar um.