Stefna stjórnvalda gagnvart flóttamönnum á Íslandi

9. fundur
Fimmtudaginn 17. október 1991, kl. 10:58:00 (247)

     Fyrirspyrjandi (Kristín Ástgeirsdóttir) :
     Herra forseti. Ég þakka hæstv. dómsmrh. fyrir þau svör sem hann veitti. En eftir sem áður eru ýmsar spurningar í sambandi við stefnu stjórnvalda og þær skyldur sem Íslendingar hafa. Ég vonaðist til þess að skýrar kæmi í ljós hvort ætlast er til að íslensk stjórnvöld uppfylli ákveðna kvóta varðandi flóttamenn eða hvort þetta er bara samningsatriði á hverjum tíma.
    Eins nefndi hæstv. dómsrh. að tekið væri á flóttamönnum og hlustað á þeirra málstað og þeim veitt hæli eftir því sem efni standa til. Hvað þýðir þetta í raun?