Endurskoðun almannatryggingalaga

9. fundur
Fimmtudaginn 17. október 1991, kl. 11:58:00 (274)

     Heilbrigðisráðherra (Sighvatur Björgvinsson) :
     Virðulegi forseti. Á þskj. 20 er spurt um þrjú efnisatriði. Fyrsta spurningin er: ,,Hyggst ráðherra leggja fram á Alþingi frumvarp það um almannatryggingar sem fyrrv. heilbr.- og trmrh. lagði fram á síðasta þingi og ekki var afgreitt?`` Svarið er nei.
    Spurt er: ,,Ef ekki, hyggst þá ráðherra láta fara fram heildarendurskoðun á lögum nr. 67/1971, með síðari breytingum, um almannatryggingar?`` Svarið er já.
    Þriðja spurningin er: Með hvað að markmiði verður sú endurskoðun látin fara fram?

Markmiðið er endurskipulagning stjórnunar, samræming bótaflokka, einföldun kerfisins og aukin skilvirkni.