Framtíðarsýn forsætisráðherra

12. fundur
Þriðjudaginn 22. október 1991, kl. 13:58:00 (354)

     Ingibjörg Sólrún Gísladóttir :

     Forseti. Það var raunar eins og mig grunaði, framtíðarsýnina vantaði. Nú er ég ekki að biðja hér um einhverja framtíðarsýn fram á næstu öld. Ég er að biðja um sýn sem nær eins og fimm ár fram í tímann. Þá sýn vantar. Menn hafa einhverja skoðun á því hvað gæti hugsanlega gerst, en þeir vita ekki hvað gæti hugsanlega gerst. Og það finnst mér mjög alvarlegt. Mér finnst líka alvarlegt að menn skuli segja hér úr pontu að ef stór hluti EFTA-ríkja gangi inn í EB, þá muni EB hafa skyldu til þess að gera vel við okkur þegar þar að kemur. Við ætlum með öðrum orðum að leggja framtíð okkar upp í hendurnar á EB.