Sjúkrahúsið í Stykkishólmi

12. fundur
Þriðjudaginn 22. október 1991, kl. 14:09:00 (361)

     Ingibjörg Pálmadóttir :
     Virðulegi forseti. Mig langar að bera fram fyrirspurn til heilbrrh.
    Í fjárlagafrv. er að finna tillögu um samdrátt í þjónustu ýmissa sjúkrahúsa, m.a. í Stykkishólmi, en í Stykkishólmi er gert ráð fyrir að staða skurðlæknis verði lögð af og þar með er verið að leggja niður alla almenna þjónustu á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi. Því spyr ég: Hvaða faglegt mat lá að baki þeirrar ákvörðunar að leggja niður alla almenna þjónustu á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi fyrir 4 millj. kr.?