Skýrsla utanrrh. um niðurstöður samninga um Evrópskt efnahagssvæði

13. fundur
Miðvikudaginn 23. október 1991, kl. 19:03:00 (405)

     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) (um þingsköp) :
     Virðulegi forseti. Ég er ákaflega tregur til þess að taka þátt í svona leikaraskap um þingsköp, legg það ekki í vana minn að misnota þau þingskapaákvæði. Það er rétt til getið hjá hv. þm., fyrirspyrjanda, að ég réð ekki texta þessarar auglýsingar, hef haft öðru að sinna þó að það komi þessu máli ekkert við. Tilgangur fundarins er, eins og áður hefur verið sagt, að kynna þetta mál, gefa fólki kost á að leita um það upplýsinga, spyrja beinna spurninga. Frá því hefur verið skýrt áður.