Ríkisjarðir

14. fundur
Fimmtudaginn 24. október 1991, kl. 10:52:00 (417)

     Fyrirspyrjandi (Kristín Ástgeirsdóttir) :
     Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. landbrh. fyrir þessi svör. Þau voru snögg eins og hans var von og vísa. Mér þykja þetta athyglisverðar tölur. Sem betur fer virðist meiri hluti ríkisjarða vera nýttar en harla margar eru þó í eyði.
    Það vakti athygli mína þegar ég skoðaði listann yfir ríkisjarðir að ein jörð er í eigu sjútvrn. samkvæmt þessum lista og hin ýmsu ráðuneyti eiga ótrúlega margar jarðir. Ég vil benda hæstv. landbrh. á að þetta er mál sem

greinilega þarfnast skoðunar, hvernig beri að nýta þessar jarðir, en það reyndar tengist næstu fyrirspurn.