Tilkynning um utandagskrárumræðu

15. fundur
Fimmtudaginn 24. október 1991, kl. 13:05:00 (461)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Forseti vill geta þess að þegar kosningum sem fram eiga að fara á þessum fundi er lokið hefst hér utandagskrárumræða um skólamál. Fer hún fram skv. síðari mgr. 50. gr. þingskapalaga, og er að beiðni tveggja hv. þm., hv. 18. þm. Reykv. og hv. 5. þm. Vestf.



     Kosning sjö fulltrúa og jafnmargra varafulltrúa úr hópi þingmanna í Norðurlandaráð, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. þingsályktun frá 15. des. 1961, um kjör fulltrúa í Norðurlandaráð, sbr. þingsályktun frá 3. des. 1969 og þingsályktun frá 17 nóv. 1983, um fullgildingu samkomulags um breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda. Gildir kosningin þar til ný kosning hefur farið fram á næsta reglulegu Alþingi.
    
    Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosnir væru án atkvæðagreiðslu:

Aðalmenn:
Geir H. Haarde (A),
Halldór Ásgrímsson (B),
Rannveig Guðmundsdóttir (A),
Hjörleifur Guttormsson (B),
Árni M. Mathiesen (A),
Sigríður A. Þórðardóttir (A),
Kristín Einarsdóttir (B).

Varamenn:
Sturla Böðvarsson (A),
Valgerður Sverrisdóttir (B),
Karl Steinar Guðnason (A),
Svavar Gestsson (B),
Árni Johnsen (A),
Ingi Björn Albertsson (A),
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (B).





     Kosning eins fulltrúa hvers þingflokks og jafnmargra varfulltrúa úr hópi alþingismanna í Vestnorræna þingmannaráðið, skv. ályktun Alþingis 19. des. 1985. Gildir kosningin þar til ný kosning hefur farið fram á næsta reglulegu Alþingi.
    
    Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosnir væru án atkvæðagreiðslu:

Aðalmenn:
Árni Johnsen (A),
Jón Helgason (B),
Rannveig Guðmundsdóttir (A),
Steingrímur J. Sigfússon (B),
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir (B).

Varamenn:
Guðmundur Hallvarðsson (A),
Valgerður Sverrisdóttir (B),
Karl Steinar Guðnason (A),

Margrét Frímannsdóttir (B),
Anna Ólafsdóttir Björnsson (B).




     Kosning þriggja alþingismanna í Þingvallanefnd, frá þinglokum til loka fyrsta þings eftir næstu almennar alþingiskosningar, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 5. gr. laga nr. 59 7. maí 1928, um friðun Þingvalla.
    
    Fram komu tveir listar sem á voru jafnmörg nöfn og menn skyldi kjósa. Samkvæmt því lýsti forseti yfir að kosnir væru án atkvæðagreiðslu:

Björn Bjarnason (A),
Steingrímur Hermannsson (B),
Jón Sigurðsson (A).