Skólamál

15. fundur
Fimmtudaginn 24. október 1991, kl. 15:00:00 (473)

     Matthías Bjarnason (um þingsköp) :
     Virðulegi forseti. Ég ætla að segja þessum hv. þm. að í Byggðastofnun er ekki greitt atkvæði og samþykkt tillaga með einu atkvæði. Hann kannski veit það ekki, það gerist kannski í einhverjum félagsskap sem hann í. Og það er því að taka upp rannsókn á hendur öllum þeim sem í stjórn Byggðastofnunar sitja og þá á öllum sviðum. Ég veit að þessi hv. þm. hefur afar gaman af öllu rannsóknarstarfi og sérstaklega ef hann finnur einhvers staðar auman blett, þá vill hann hræra vel í.