Skólamál

15. fundur
Fimmtudaginn 24. október 1991, kl. 16:30:00 (482)

     Svavar Gestsson (andsvar) :
     Hæstv. forseti. Meginþátturinn í uppbyggingu skólastarfs á Vestfjörðum hefur gengið út á það að skipuleggja framhaldsskólann á Vestfjörðum með Menntaskólann á Ísafirði sem grunnþátt. Í gegnum það hefur verið gert samkomulag, m.a. um Iðnskólann á Ísafirði eins og hann var og um framhaldsdeildir víðs vegar um Vestfirði. Ætlunin var einnig að sjálfsögðu að Reykjanesskólinn yrði þáttur af þróun framhaldsskólans á Vestfjörðum, eins og héraðssamtök Vestfirðinga höfðu m.a. gert samþykktir um. Þess vegna er ákvörðunin um að leggja niður Reykjanesskólann brot á þeirri stefnu sem Samtök sveitarfélaga á Vestfjörðum höfðu markað og sem menntmrn. hafði fallist á fyrir sitt leyti.