Skólamál

15. fundur
Fimmtudaginn 24. október 1991, kl. 16:34:00 (486)

     Kristinn H. Gunnarsson (andsvar) :
     Virðulegi forseti. Ég bendi hv. þm. á að það er vel hægt að biðja um þessa skýrslu ef honum sýnist svo. Það hefur ekkert breyst og ekkert gerst sem kemur í veg fyrir að hann geti beðið um þá skýrslu. Mér er satt að segja óskiljanlegt, fyrst honum finnst þetta vera svo mikið ráð, af hverju hann er ekki þegar búinn að því.
    Hins vegar verð ég að segja að í svari hans kom fram hin raunverulega ástæða fyrir þeirra heldur stirðu lund og hún er einfaldlega sú að að þeirra mati bað ekki réttur maður um utandagskrárumræðuna.